Tárin eru orðin of mörg, hnúturinn er orðinn alltof stór... og orkan sem fer í að reyna að jafna sig og halda andlitinu, gæti lýst upp heilt þorp...
Ég á yndislega fjölskyldu og bestu vini í heimi... Sem hafa bara stutt mig, þurrkað tárin mín og sagt mér að þetta verði allt í lagi...
Núna er bara að trúa því... að það verði allt í lagi.
Þetta er spurning um að geta rifið sig á fætur einn daginn, horft í spegil og sjá að þetta er eitthvað sem manneskjan sem þú sérð, á ekki að þurfa að upplifa þennan sársauka aftur og aftur! Þarna er gullfalleg manneskja, að innan sem að utan og hún á ekki skilið að vera í svona mörgum molum. Núna er tíminn til að púsla sér saman.
Núna er þetta komið gott! Ég reif mig á fætur! Og hugsaði: Helvíti, nú tekur þú þig saman í andlitinu stelpa!!
Ég. Um mig. Frá mér. Til mín..... Kominn tími til að þessi fallega stelpa fái að njóta sín eins og hún er... en ekki eins og einhver annar vill að hún sé... Kominn tími að brosið komi frá hjartanu en ekki bara vörunum... Kominn tími til að verða hamingjusöm.
Ég er núna að vinna í að púsla mér saman... tek eitt og eitt stykki upp og set það þar sem brotið á heima... Þetta er drullu erfitt... svo erfitt að stundum þá sé ég ekki fyrir endann á þessu ferli... svo erfitt vegna þess að stundum bætast fleiri brot við sem maður hafði ekki hugmynd um að hefðu áhrif...
Núna er stelpan samt komin á skrið... er orðin sterkari! Bæði andlega og líkamlega.... og það er svo gott!
Stelpan er byrjuð að lyfta, mætt í ræktina og farin að láta stálið finna fyrir því... þessi sem var með núll sjálfstraust, bogið bak og brotin.
Það er svo gott að geta lagst á bekkinn og ýtt upp 40kg... segi ekki að það sé létt fyrir mig... en ég get það! Svo gott að horfa á stöng sem er 90kg þegar maður er nýbúin að "dedda" hana... "Sneið af köku!".
Núna er stelpan samt komin á skrið... er orðin sterkari! Bæði andlega og líkamlega.... og það er svo gott!
Stelpan er byrjuð að lyfta, mætt í ræktina og farin að láta stálið finna fyrir því... þessi sem var með núll sjálfstraust, bogið bak og brotin.
Það er svo gott að geta lagst á bekkinn og ýtt upp 40kg... segi ekki að það sé létt fyrir mig... en ég get það! Svo gott að horfa á stöng sem er 90kg þegar maður er nýbúin að "dedda" hana... "Sneið af köku!".
Ég hef fengið hin ýmsu komment sem býta mig ekki... "Vóhh á bara að verða alger jaki?!"... "Veist að þú grennist ekkert á að vera að lyfta!"... "Stelpur sem lyfta eru ekki sexý!"... og ég hugsa bara: KJAFTÆÐI!
Ég get alveg verið kvenleg, grönn og sexý! Þetta er spurning um hugarfar, réttar æfingar, vilja og sjálfstraust!... og að vera alveg sama um hvað náunganum finnst... því þetta er eitthvað sem ég er að gera fyrir sjálfa mig og engann annann!
Það að mæta í ræktina með yndislegu og hvetjandi fólki er ómetanlegt... Að fá aftur og aftur hvatningu og staðfestingu frá þjálfara um að ég get allt, gefur mér ego boost! Gefur mér von um að það sé mjög stutt í þennan dag sem allt verður í lagi.
Það að mæta í ræktina með yndislegu og hvetjandi fólki er ómetanlegt... Að fá aftur og aftur hvatningu og staðfestingu frá þjálfara um að ég get allt, gefur mér ego boost! Gefur mér von um að það sé mjög stutt í þennan dag sem allt verður í lagi.
Ég lyfti af því að þar fæ ég útrás! Ég lyfti því að mér finnst frábært að sjá bætingar! Ég lyfti því ég fæ sjálfstraust kikk þegar þjálfarinn hrósar mér! Ég lyfti af því að það hjálpar mér að styrkja mig og belive it, grenna mig! Ég lyfti því þetta er frábær félagsskapur! Ég lyfti af því að ég nýt þess! Ég lyfti því það hjálpar mér að púsla mér aftur saman!
Ég þarf að púsla mér saman sjálf til að lifa af... Ég er mín eigin hetja!...
Ég er ánægð með þig Harpa mín - ekkert smá flott hjá þér að hafa drifið þig í lyftingarnar.. hlakka til að fylgjast með þér hérna yndi!! Ps. þú ert einstök, mundu það! Knús
ReplyDeleteFrábært hjá þér! Ég verð nú að segja að þessi texti snerti mig ansi mikið...þú ert nú meira gússíið :)
ReplyDeleteSæl Harpa, Frábært að þú sért byrjuð að lyfta. Ein mesta mýta sem til er að stelpur sem lyfta grennist ekki. Því er nefnilega öfugt farið, því meira sem maður lyftir, því meira brennur maður og grennist.
ReplyDeleteSjálfur er ég að taka mig í gegn. Ég hef verið í stanslausu ferli í að púsla mér saman frá ca 2002. Mörg brot sem þarf að koma á réttan stað, og hef oft dottið niður og hugsað, ég get ekki meir. En alltaf staðið upp aftur og haldið áfram að púsla saman brotunum. Mundu bara að það er mannlegt að detta, en aðeins þeir sterku standa upp og halda áfram.
Good luck Harpa mín, þú hefur alltaf verið svo yndisleg og skemmtileg!
Takk fyrir þetta Gunnar ;) Gaman að fá svona jákvæð komment! Gangi þér líka vel... þú átt skilið að vera happý :)
Delete