Klukkan er 5:50
Vekjarinn djöflast í símanum hjá mér.
Ég rétt næ að opna vinstra augað til að finna símaófétið sem er farið að öskra mjög hátt á mig.
Ég næ að slökkva. Það fyrsta sem ég hugsa er: Helvítis!!
Druslast síðan framúr... má engan tíma missa því Anna sys kemur að ná í mig eftir max 15mínútur.
Fer í átaksgallann á hraða snigilsins, ennþá með annað augað lokað.
Rekst örugglega utaní dyrastafina, næ ekki jafnvæginu þegar ég klæði mig í sokkana, sparka í baðviktina... ótrúlegt hvað hún er alltaf fyrir mér!
Váhh hvað ég væri bara til í að sofa lengur. Get ég ekki bara verið "veik" í dag?... Dæs!
Búin að koma mér í dressið, búin að hrista saman orkudrykkinn, búin að fá mér hálfan banana. Tek íþróttaskóna, handklæðið, húslyklana og "hraða" mér út. Anna komin.
Mætt í skúrinn. Fæ að heyra hverjar æfingar dagsins eru. Þessi hugsun á sér stað á hverri æfingu: Garg! Ég get þessa æfingu pottþétt ekki.... hefur samt aldrei gerst að ég geti ekki eitthvað á æfingunni... Markmið: Stroka þessa hugsun út, því ég get allt!
Svo hefjast átökin. Svitinn, hitinn, hvatningin, útrásin, púlið, erfiðið, hláturinn, bætingar og sælan!
Ég gat allar æfingarnar!... Hefði alveg getað betur í sumum æfingum. En hey! Ég mætti þó og reyndi eins og ég gat!... geri þá bara betur næst!
Beint heim í sturtu. Með bros á vör. Hamingjusamari en allt! Elska bætingar. Elska að lyfta. Elska það að vera í kringum svona frábært fólk. Elska það að hafa ekki verið "veik" í morgun!
Bætingarnar gefa manni auka búst! Hrósið lætur mann ganga um á bleiku skýi! Hvatningin hjálpar manni að komast í gegnum hrikalega erfiða æfingu! Marblettirnir segja manni að ég hafi verið að taka á því... eða ég vil meina það! :)
Ég mun aldrei skrópa á æfingu. Ég mun aldrei hætta að æfa. Ég mun setja mér fleiri og fleiri markmið, því ég mun ná þeim markmiðum sem ég hef í dag og þá þarf ég ný! Markmiðaskráin mín er að verða ansi þétt, en ég er líka að stroka helling út þó að slatti bætist líka við.
Núna ætla ég að hætta að segja: Helvítis! þegar ég vakna á morgnana til að koma mér á æfingu. Ég ætla að segja: Hell Yeah!
Svo er málið að vera ánægð með restina af deginum. Ánægð með að vera farin að líða svona vel. Ánægð með að hafa drifið sig af stað. Ánægð með að vera til!
... og síðast en alls ekki síst: Brosa! ;)
Gott með þig stelpa !! mamman
ReplyDeleteÚjé! Bílskúrinn er nebblega ekki svo slæmur þegar maður er kominn þangað :D Og mikið aaasssgoti líður manni vel eftir á ;) Knús á þig :*
ReplyDeleteAnna Heiður :)
Go Harpa!!! Kram Túttan ;)
ReplyDelete