Sunday, February 26, 2012
Too much ego will kill your talent...
Ég verð að viðurkenna að það fer smá í fínustu taugarnar þegar fólk gefur aldrei hrós, heldur er alltaf þyggjandinn.
Það þekkja allir þessa týpu. Egóið er í yfirsnúning hjá viðkomandi og hann mun aldrei gefa af því með því að segja eitthvað jákvætt og uppbyggjandi við annan en sjálfan sig. Manneskjan talar einungis um hvað honum gengur vel en ræðir aldrei velgengni annarra, gerir jafnvel lítið úr henni.
Er þetta hollt? Er þetta jákvætt? Er þetta ekki soldið fráhrindandi?
Það að hrósa einhverjum er ekki bara ávinningur fyrir þyggjandann, heldur líka þann sem gefur. Þú ert ekkert að tapa stolti með því að segja að einhver annar sé að gera góða hluti. Ef þú ert virkilega að standa þig þá þarftu ekki að gorta þig, árangurinn mun skila sér ósjálfrátt.
Það er gott að hafa í huga: Fyrir hvern ertu að gera þessa góðu hluti? Fyrir þig sjálfa/n eða "áhorfandann"... ;)
Það er ótrúlegt hvað það er góð tilfinning að hrósa einhverjum og sjá að það gleður viðkomandi.
Hrós þarf ekkert að vera stórt orð eða miklar yfirlýsingar.
"Þú stendur þig vel!"
"Fínt á þér hárið."
"Þú ert frábær kokkur."
"Þú lítur svo vel út."
Mér finnst yndislegt að segja það sem mér finnst og fá svo bros til baka og finna að viðkomandi virkilega kunni að meta hólið.
Gefum okkur tíma. Stöldrum við. Brosum til viðkomandi og segjum eitthvað fallegt sem við meinum frá dýpstu hjartarótum. Þú gætir bjargað deginum, vikunni og jafnvel mánuðinum hjá viðkomandi... og hjá þér í leiðinni!
Sum orð gleymir maður aldrei... þá er betra að þau sé hrós heldur en last...
"Takk..." og einlægt bros getur lýst upp svartasta myrkur.
... svo er ótrúlegt hvað einlægt bros getur hlýjað manni frá toppi til táar... Mana þig til að prufa! ;)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Þú ert bara yndislegust !!!
ReplyDeleteTakk mamman mín :* og þú ert sko laaaaaang bestust ;)
DeleteÞú ert svo jákvæð og flott, vinkona. Til fyrirmyndar!
ReplyDeleteKnús á þig Sigrún... Þú ert sko enginn sveitalúði ;) Heldur hörkudugleg húsmóðir! ;)
Delete